Tuesday, September 30, 2008

Sunday, September 28, 2008

2 ný gullkorn

Litla skott var allt í einu orðin berrössuð í dag og þegar við spurðum hana hvað hefði orðið um nærbuxurnar hennar þá segir hún " þær voru svo pirraðar svo ég fór úr þeim" (þær voru sem sagt e-ð að pirra hana).

Við mæðgur vorum á leið í leikskólann um daginn og sáum ruslabíl keyra framhjá okkur. Þá segir Sólveig Júlía: "þegar ég var lítil þá fannst mér gaman að vera ruslastelpa" - ein aðeins að rugla við að hafa heyrt pabba sinn segja að hann hefði viljað verða ruslakall þegar hann var lítill (og að sjálfsögðu getur hún ekki verið rusla"kall" heldur bara rusla"stelpa").

Áttum annars rólega og frábæra helgi. SJ fór í ballettinn sinn í gærmorgun og stóð sig vel. Í fyrsta tímanum (fyrir viku síðan) þá var hún svolítið í eigin heimi seinnipart tímans og var mest í að "dansa ballett" sjálf fyrir framan spegilinn og minnst í að gera eins og kennarinn bað um. Í gær gerði hún þó allt eins og átti að gera eftir smá undirbúning heima fyrir ;) . Foreldrarnir fá ekki að vera með inni í salnum en maður getur aðeins kíkt inn um hurðina til að fylgjast með, frekar sætt að sjá 6 litlar 3ja ára stelpur fylgja kennaranum í einu og öllu (eða svona oftast). Við foreldrarnir fengum síðan pössun í gærkvöldi og skelltum okkur á kaffihús og í bíó. Kaffihúsið sem var í myndinni "You've got mail" er hér í næstu götu við okkur og er alveg frábært og sáum síðan myndina Ghost Town, getum alveg mælt með henni.

Kv. Ágústa

Saturday, September 27, 2008

Wednesday, September 24, 2008

Sunday, September 21, 2008

Friday, September 19, 2008

Thursday, September 18, 2008

Wednesday, September 17, 2008

Monday, September 15, 2008

Stóra stelpan okkar...

Kannski kominn tími á smá update af litlu skvísunni. Foreldrunum finnst hún reyndar þroskast alveg hrikalega mikið þessa dagana og varla hægt að kalla hana "litla" lengur.
Hún heldur áfram að vera sami orkuboltinn og alltaf, svo mikið að gerast alltaf að hún hefur varla tíma lengur til að leggja sig á daginn. Lagði sig alltaf á leikskólanum en var farin að gera minna og minna af því hér heima og núna leggur hún sig ca í annað hvert skipti í skólanum en aldrei hér heima.

Í dag varð hún alveg yfir sig ánægð þegar hún vissi að hún væri að fara að hitta Kára vin sinn og þá heyrðist þetta: "Jibbbbbííííí, mamma ég er með tár í auganu ég er svo glöð". Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma talað um að tárast af gleði við hana en alveg ótrúlegt hvað þessi börn pikka upp. En hún og Kári eru frábærir vinir og gaman að fylgjast með þeim. Alveg eins og gömul hjón, alltaf að passa upp á hitt (að hitt fái líka ef aðrir eru að fá e-ð osfrv.) og síðan slettist alltaf e-ð upp á vinskapinn en það er alltaf fljótgleymt.

Nýjasti ensku-ruglingurinn er:
"Mamma ég skal pull-a þig upp" (pull you up)
"Sástu ég catche-aði það" (greip það)

Hún er byrjuð á nýrri deild í leikskólanum "Kangaroos class" og þ.a.l. komin á stóru deildina (að hennar eigin sögn, reyndar 2 aðrar eldri deildir") og þá var ekki erfitt að hætta að nota dudduna í hvíldinni þar. Duddan er því einungis notuð núna yfir blánóttina og takmarkið er að það verði búið fyrir 3ja ára afmælið. Ég hefði aldrei trúað því að hægt væri að vera svona duddu-sjúkur eins og hún var orðin.

Uppáhaldsliturinn hennar er fjólublár. Að hennar sögn er síðan uppáhaldslitur mömmunnar bleikur og pabbans blár. Hún var pínu byrjuð á því að geta ekki drukkið úr t.d. bláu glasi því að það væri strákalitur en það er sem betur fer búið að koma henni í skilning um að allir litir gangi á báða vegu.

Hún byrjar aftur í ballett núna um helgina og mikill spenningur í gangi. Í sumar voru foreldrarnir með inni í stofunni en núna er hún orðin svo stór að við megum ekki koma með inn. Þetta mun henni örugglega finnast mjög skemmtilegt en foreldrunum ekki eins, merki um hvað hún er að verða stóóóór litla barnið okkar.

Segjum þetta nóg í bili :)

Sunday, September 14, 2008

Litill hvolpur

Frekar montin med andlitsmalninguna sina. Valdi sjalf "purple doggie"

Saturday, September 6, 2008

Wednesday, September 3, 2008

Tuesday, September 2, 2008